Fundargerð: Veffundur #1

Þriðjudaginn 19. janúar hittumst við á fundi í stofu H001 kl. 15-16:30. Viðfangsefnið var: Nám… Hvernig lærir fólk. Upptakan er aðgengileg hér

20160119_154121
Dagskrá:

  • Byrjun:
    • Rifjum upp nöfnin (Aðferð: Segðu til nafns og segðu okkur hvernig þér líður á námskeiðinu – ekki tekið upp)
    • Dagskrárumræður
  • Tæknimál: Um námbrautarvefinn og námskeiðsvefinn: Hróbjartur spjallar og sýnir… Umræður
  • Um Nám
  • Endir

Tæknimál

Sumum finnst það taka tíma að átta sig á tæknimálum á námskeiðinu. Það er ekki skrítið, enda er Hróbjartur alltaf að prófa sig eitthvað áfram með eitthvað annað en hinir við skólann…

Það koma alls konar leiðbeiningar á vefinn fljótlega, bara ekkert stress 😉

Um nám

20160119_154100

  • Notum heimavinnuna: „Botnið yrðinguna: Fólk lærir þegar…“ og ræðið saman um það sem þið skrifuðuð og búið til lista.

Við unnum saman í hópum í Stakkahlíðinni og þau sem voru á vefnum notuðu MindMeister til að raða saman sínum hugmyndum:

veffundur19.1.2016

Þú getur skoðað hugarkortið betur, og jafnvel lagað það til með því að smella á táknið í miðjunni [kassi með pílu sem bendir upp] og velja maximize. Þegar svo er komið getur þú vistað hugarkortið sem PDF, lista eða mynd. Til þess smellir þú á pílu í hring sem bendir niður.

20160119_154128

Fjörlegar og djúpar umræður um nám og hvað stuðlar að námi

20160119_154040

Að lokinni hópavinnunni tók við samtal um nám, hvaðan þessar yrðingar koma hvað þær merkja, hvaða afleiðingar þær hafa fyrir skipulagningu náms og hvernig við kennum og … hvernig við getum rökstutt svona yrðingar…

Það sem við vitum um nám má rekja til heimspekinga, til sálfræðirannsókna og félagsfræðirannsókna og kenninga. Þær geta hjálpað okkur til að skilja það sem er að gerast í námi þess fólks sem við erum að vinna með á hverjum tíma og til að segja fyrir um hvað muni gerast ef við gerum eitthvað. Ef við segjum t.d. að fólk læri hvert af öðru, þá er það trúlega eitthvað sem við höfum sjálf séð og upplifað, en við þekkjum jafnvel úr fræðunum enda eru til nokkuð margar kenningar um „félagslegt nám“ og þær snúast um það að fólk lærir af og í gegnum samskipti við aðra. Ef við trúum því er trúlegt að við veljum að skipuleggja námsferli fyrir aðra þannig að þeir eigi í merkingarbærum samskiptum við aðra sem eru að læra það sama og þeir, og að við gerum það sem þarf til þess að tryggja að það eigi sér stað einhver gagnleg samskipti milli þátttakendanna. Ef við trúum því aftur á móti að fólk læri best með því að hlusta á speki spekingannna og vinna ein úr námsefninu, þá bjóðum við þeim upp á fyrirlestra og lesefni. Þá er í sjálfu sér engin ástæða fyrir fólk að hittast nema það sé í fyrirlestrarsal – sem væri í þessu tilfelli óþarfi, því það má taka upp fyrirlestra og gera þá aðgengilega á vefnum! 

Við ræddum um það að þegar þessu námskeiði lýkur stefnum við að því að geta útskýrt val okkar á námsfyrirkomulagi og aðferðum á svipaðan hátt og hér fyrir ofan.

Endir

Fundinum lauk uppúr 16:30 og ákváðum við að Hróbjartur myndi skrifa fundargerð í þetta sinn, en næst tækju einhverjir þátttakendur að sér skipulagningu og stjórn fundarins, Einhver annar innihald og þriðji aðilinn/parið að skrifa fundargerð eins og þessa. Anna Birna og Þórey munu sjá um útsendingu og upptökur eftirleiðis. Þeir sem ætla að fylgjast með á netinu eru beðnir að lesa leiðbeiningar og fara eftir þeim 😉

Við sömdum líka um það að þátttakendur noti athugasemdirnar hér fyrir neðan til að fylla út í gloppur hjá ritara og bæta við athugasemdum.

 

2 thoughts on “Fundargerð: Veffundur #1”

  1. Öðruvísi vinkill að vera með á netinu:-) mjög gaman. Ég er ekki óvön fjarnámi enda tók ég leikskólakennaranámið í fjarnámi á sínum tíma. En þá voru ekki fjarfundir, alla vega ekki eins og þessi. Stundum lærir maður mest með því að stökkva í djúpu laugina og synda, ég er svolítið að gera það núna:-) kveðja Anna Rafnsd

Skildu eftir svar