New dimensions to Self-Directed learning in an open networked learning enviroment

Fræðigreinin sem ég valdi mér til að lesa og fjalla um heitir New dimensions to Self-Directed learning in an open networked enviroment.  Greinin er eftir Ritu Kop og Héléne Fournier.  Greinin var upprunalega gefin út í International Journal for Self-Directed Learning, volume 7 að hausti árið 2010 og hana má finna á þessari slóð http://selfdirectedlearning.com/documents/Kop&Fournier2010.pdf

Eins og lesendur sjá er greinin síðan 2010 og því orðin 6 ára gömul, það er þó mín skoðun að hún eigi vel við.  Hún á vel við þar sem að hún fjallar um nám á netinu, en fjöldi fólks tekur þátt í einhvers konar námi á netinu.  Það hefur verið vitnað í þessar grein 75 sinnum frá því að hún var gefin út.

Rita Kop er deildarforseti menntunar við Yorkville University í Kanada.  Á heimasíðu hennar segir hún að áhugi hennar liggi á mörkum mannlegs náms (human learning) og tækni og er aðaláhersla hennar á opna menntun og námsgreiningu.  Rita Kop hefur unnið í Kanada og Bretlandi og tekið þátt í verkefnum og rannsóknum í menntamálum (http://ritakop.com/).

Héléne Fournier er rannsakandi (research officer) við National Resarch Council í Kanada.  Rannsóknir hennar beinast að menntun og tækni með áherslu á fjarnám (distance learning), nemendamiðaðar rannsóknir (learner-centerd research), Massive Open Online Courses eða MOOCs og persónlegt námsumhverfi (www.openeducationeuropa.eu/en/users/fournierh).

Greinin sjálf

Rannsóknin greinir frá áhrifum og stigi sjálfstæðis sem er nemendum nauðsynlegt til að taka þátt í námskeiðum á netinu.  Rita og Héléne studdust við 4 vídda módel Bouchard´s um sjálfsstjórn nemenda og komust að því að það eru nýjar víddir í sjálf-stýrðu námi í tengslahyggju (connectivist) námsumhverfi.  Rannsóknin sýndi einnig fram á nýjar áskoranir og tækifæri fyrir sjálfs-stýrða námsmenn sem hafa ekki aðgang að kennurum til að styðja sig í námstilraunum sínum, heldur þurfa þeir að stóla á samansafn upplýsinga og samskipti og samvinnu sem er aðgengileg í gegnum netmiðla til að efla nám sitt.  Núverandi tækni sem er til staðar á netinu gefur okkur aðgang að upplýsingum og veitir okkur hæfni til að vinna og læra með öðrum í skapandi hnattrænni samvinnu fyrir utan þessa hefðbundnu kennslu sem hefur verið normið síðustu aldir.  Rannsóknir á sviði sjálf-stýrðs náms telja að sjálfstjórn nemenda sé mikilvægur þáttur í sjálf-stýrðu námi.  Fræðimennirnir Bouchard og Bouconvalas halda því fram að námsumhverfi, námsaðstæður og samböndin sem fólk myndar hafi áhrif á hvernig fólki gengur í náminu.  Skoðun þeirra tengist svo hugmyndum Bandura um „mannleg áhrif“,  en hann bendir á þrenns konar áhrif, persónuleg (personal agency), staðgengilsáhrif (proxy agency) og samvinnuáhrif (collective agency).  Samkvæmt fræðimönnunum Tough og Grow fara námsmenn í gegnum ólík stig sjálfsleiðbeiningar og Bouchard skilgreinir ákveðna þætti sem hafa áhrif á sjálfstæðar námsaðferðir.  Hann setti fram fjórar víddir þar sem ein tengist sálfræðilegum atriðum, ein tengist uppeldisfræðum og tvær tengjast umhverfinu.  Fyrsta víddin er viðleitni (conative one) sem tengist atriðum eins og hvöt, dugnaði, frumkvæði og sjálfstrausti.  Þarna leggur Bouchard áherslu á sjónarmið aðstæðna og breytinga og hvað hvetur fólk til að fara í nám og einnig félagslegt tengslanet sem getur virkað sem stuðningur.  Fyrri námsreynsla hefur líka áhrif á sjálfstæði.  Önnur víddin er lausnaleiðin (algorthmic dimension) en hún tengist uppeldislegum atriðum, samhengi, markmiðasetningu í námi, mati á framförum o.fl.  Þetta eru verkefni sem kennarar hafa sinnt en í sjálfstæðu eða sjálf-stýrðu námi verða þau að málum nemendans.  Þriðja víddin er táknfræði náms/táknfræðilegt nám (semiotics of learning) tengist dreifingu efnis.  Dreifing efnis hefur breyst á síðustu árum, frá því að nota eingöngu bækur og pappír yfir í tölvutækan texta og margmiðlun, efni sem geymt er í gagnasöfnum.  Það felur einnig í sér framlag bloggs og wiki.  Fjórða og síðasta víddin tengist mikilvægi sjónarmiða atvinnu-lífsins (economy).  Skilningur á námi og raunverulegt gildi náms, fólk  velur að læra í persónulegum tilgangi, t.d. vegna framtíðaratvinnu.  Víddir Bouchards er mikilvægur grundvöllur fyrir rannsóknir á sjálfræði nemenda og þá krefjast rannsóknir á sjálf-stýrðu námi í opnu nettengdu umhverfi skilnings á viðfangsefni tengihyggj eða tengslahyggju (connectivism).  Útskýring á sjálf-stýrðu námi samkvæmt Downes og Siemens er byggð á tengslahyggju/tengistefnu.  Þeir halda því fram að þeir sem eru „félagar“ á netinu og eru í samskiptum við aðra, sía upplýsingar og hugmyndir sem aðrir setja inn, þetta ferli muni leiða til þekkingarsköpunar og náms.  Talsmenn tengslahyggju/tengistefnu hvetja til þessa frekar en að yfirfæra þekkingu frá kennar til nemanda.  Þeir spá því að hlutverk kennara breytist, þar sem nemendur hafa kost á að færa sig frá umhverfi sem er stjórnað af kennara og kennslustofnuninni yfir í umhverfi þar sem nemendur finna sínar eigin upplýsingar og stýra eigin námi þar sem þeir þróa hugmyndir sínar og tengjast öðrum á netinu fjarri formlegri umgjörð.  Þessi ritgerð fjallar um reynslu og skynjun nemenda á námskeiði í MOOC sem haldið var haustið 2010.

Rannsóknin sjálf

Þessi rannsókn á MOOC (Massive Open Online Course) var skipulögð af National Research Council í Kanada sem hluti af rannsókn þeirra á PLE (Personal Learning Enviroment) í samstarfi við Athabasca University og University of Prince Edwards Island.  Viðfangsefni rannsóknarinnar var persónulegt námsumhverfi, tengslanet og þekking (Personal Learning Enviroment, Networks and Knowledge –PLENK).  Námskeiðið var frítt og stóð í 10 vikur með 1641 skráðum þátttakendum.  Dagblaðið The Daily birti efni námskeiðsins og efni sem þátttakendur unnu.  Að auki var notast við Moodle og Wiki fyrir umræðu og til að birta námskeiðsefni og dagskrá ræðumanna sem var tvisvar í viku.  Í gegnum námskeiðið komu fram bloggfærslur frá leiðbeinendum og þátttakendur sem mynduðu námsumhverfi í gegnum félagsmiðla eins og Twitter, Facebook og Second Life.  Fjórir leiðbeinendur veittu nemendum stuðning í formi myndbanda, glærusýninga, umræðupósta, auk bloggfærslna, viðbragða við bloggfærslum og umræðna á Moodle.  Einu sinni í viku var Elluminate (námssvæði á netinu) notað af leiðbeinendum fyrir samstilltar umræður og spjall um efni vikunnar.

Í rannsóknum þarf að koma skýrt fram hvað þátttakendur eru að samþykkja og hvar þátttakan byrjar og endar.  Í þessari rannsókn var gagna aflað á netinu, mörk rannsóknarinnar voru skilgreind á eyðublaði sem þátttakendur voru beðnir um að skrifa undir í byrjun námskeiðs.  Þeir voru upplýstir um að gagnaöflun myndi ná til námstengdrar virkni í námsumhverfinu og einnig námsvirkni sem færi fram utan námskeiðs en með námskeiðsmerkinu „PLENK2010.  Það voru notaðar bæði megindlegar og eigindlegar aðferðir við gagnaöflun.  Einnig voru lagðar þrjár kannanir fyrir þátttakendur, í þeim tilgangi að kanna námsreynslu þátttakenda.  Þeir sem höfðu lagt til meira en tvo gripi eða verkefni voru beðnir um að svara einni könnun og svo þeir sem kalla má lurkers (þeir sem læðast á netinu, lesa efni frá öðrum en taka ekki þátt í umræðu á netinu) eða þöglir þátttakendur.  Eigindleg  aðferðir voru í formi sýndarþjóðarfræði.  Þjóðfræðingur vann í námskeiðinu og safnaði eigindlegum gögnum með því að taka viðtöl við þátttakendur og var með rýnihóp með þöglu þátttakendunum (lurkers) til að öðlast dýpri skilning á sérstökum atriðum tengdum virkri þátttöku námsmanna.  Rannsakendur höfðu áhuga á ferlinu sem átti sér stað og samhengi og skilningi fólksins í námsumhverfinu.

Niðurstöður

Þátttakendur PLENK voru kennarar, rannsakendur, stjórnendur, leiðbeinendur, verkfræðingar, þjálfarar og háskólaprófessorar og meiri hluti þátttakenda var eldri en 55 ára. Einn PLENK þátttakandi gerði google kort sem sýnir búsetu þátttakenda, meirihlutinn var frá Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu, þótt þátttakendur væru frá samtals 69 löndum.  Þetta kort hefur fengið 22,307 áhorf og bloggfærsla sem hann skrifaði hefur verið lesin í 69 löndum.

Þegar námskeiðið hófst höfðu 846 skráð sig og fjöldi þátttakenda fór í 1641 í lok námskeiðsins.  Það voru haldnir fundir tvisvar í viku á milli hópsins og leiðbeinenda.  Mismunandi tímabelti höfðu áhrif á hverjir gátu verið viðstaddir fundi og hverjir nálgðust upptökur að þeim loknum.  Sumir þátttakenda voru með reynslu af námi í MOOC og voru þeir meira virkari á námskeiðinu.  Tæknin hvatti einnig einhverja þátttakendur til að setja fram námstengda gripi eða efni.  Ekki allir þátttakendur miðluðu efni með virkum hætti.  Margir þátttakendur höfðu aðgang að hjálpartækjum en tóku ekki þátt í að setja fram bloggfærslur, myndbönd eða aðra stafræna gripi eða efni.  Það var skýrt að í þessu námskeiði var lág prósenta þátttakanda sem tók þátt í að framleiða stafræna gripi og efni.  Á milli 40 og 60 voru virkir framleiðendur; hinir 1580 voru ekki virkir á þennan hátt.  Þessi niðurstaða var óvænt fyrir skipuleggjendur námskeiðsins þar sem þeir sáu vinnslustigið sem ómissandi fyrir nám í netumhverfi.  Rannsóknargögnin sýndu nokkrar áhugaverðar ástæður af hverju meirihluti þátttakenda voru þöglir þáttakendur (lurkers), frekar en framleiðendur.  Gögnin bentu til að þeir hefðu alltaf verið sjálf-stýrandi nemendur og töldu ekki að þeir þyrftu með virkum hætti  að deila og svara umræðum og bloggi til að læra.  Að auki 50,9% þeirra upplýstu að þeir væru taktískir þöglir þátttakendur sem notuðu sérstakar aðferðir sem voru sérlega hjálplegar í þeirra námi.

Stærsti hömlunarþátturinn í þátttöku í PLENK voru málefni utan námskeiðsins, tengd hvers dags lífi fólks, eins og tími, vinna, fjölskylda og aðrar skuldbindingar.  Aðrir mikilvægir þættir fyrir þögla þátttakendur voru að vera hlustandi og spegill, þannig að það að vera ekki virkur var eðlilegur hlutur að gera (34,3%) og sá skilningur að þögul þátttaka (lurking) er góð og gild námsaðferð (29,9%).  Skortur á sjálfstrausti virðist hafa minni þýðingu, þó svo nýliðar gæfu til kynna að það tók þá tíma í að aðlagast þessari framandi uppbyggingu námskeiðsins.

Af mismunandi ástæðum t.d vegna skorts á sjálfstrausti, traust og þægindastig, tengsla í nám-skeiðinu kusu þöglir þátttakendur að lesa og skoða frekar en að taka þátt í samræðum.  Í rýnihóp þögla þátttakenda var lögð áhersla á að nýliðar gætu þurft lengri tíma fyrir þetta breytingarferli að eiga sér stað, sérstaklega í tengslum við að byggja upp sjálfstraust og samfélagstilfinningu í svona stóru námskeiði.  Stuðningur leiðbeinenda var  undirstrikaður í pósti frá einum nemenda sem ein leið til að láta nemendur finna meiri vellíðan, en þetta var ekki staðfest í niðurstöðum könnunar í lok námskeiðs.  Meiri hluti virkra þátttakenda (56,3%) bentu á að „skrifa og skapa eitthvað“ er mjög mikilvægt í námi þeirra sem og virk þátttaka í námskeiðinu.  Þessir sömu þátttakendur gáfu líka til kynna að virk framleiðsla og samskipti við aðra, jók á jákvæða námsútkomu; það hjálpaði þeim að velta hlutunum fyrir sér,  tengdi þá í skapandi ferli og þeir vildu gefa til baka til hópsins.  Hins vegar, þá þurftu þeir sem samskiptin voru við ekki endilega að vera leiðbeinendurnir.

Hvetjandi atriði sem skipta máli í netnámi

Það sem virtist hvetja þátttakendur mest var uppgötva eftirtekta vert efni og upplýsingar, að taka þátt í netsamfélaginu og fá tækifæri til að læra eitthvað nýtt.  Einn þátttakandi sagði t.d að það að læra með sjálf-hvetjandi félaga var hvatningarþáttur.  Að læra hvernig þetta nýja umhverfi gæti bætt kennslu þeirra og nám annarra var en einn þáttur sem hvatti áfram, umræðuefnið var annar þáttur.  Einn þátttakandi lagði áherslu á atriðin sjálfsmat, sjálfsstefnumörkun og sjálfstjórn sem mikilvæg í tengslum við hvatningu í tengslahyggjunámi.  Gildi náms og að það hefði þýðingu fyrir fólk í hversdagslífinu var sagt mikilvægt af nokkrum nemendum.  Tilfinningaleg mál var líka bent á sem hvatningarþáttur.  Sumu fólki fannst sérstaklega hvetjandi að læra um tengslahyggjunám í félagsskap með frumkvöðlum tengslahyggjukenningarinnar en tveir leiðbeinenda á námskeiðinu voru frum-kvöðlar tengslahyggjunnar, meðan aðrir fengu innblástur frá námi í félagsskap sjálf-hvetjandi einstaklinga með svipuð áhugamál.  Þátttakendum fannst ólíkir þættir eins og kunnátta, geta og hæfi mikilvægir til að læra í flóknu námsumhverfi eins og í PLENK2010.  Sumir lögðu áherslu á sérstakt hugarfar væri nauðsynlegt, meðan aðrir lögðu áherslu á að nýliðar gætu þurft meiri tíma til að líða vel með þetta breytingarferli, sérstaklega í tengslum við að byggja upp sjálfstraust og tilfinningu samfélags í þessu stóra námskeiði.  Þátttakendur lögðu áherslu á hlutverk kennara í að styðja við þessa þróun, t.d. með því að kynna tæki, tól, efni og með því að kenna þeim hvernig á gagnrýninn hátt væri hægt að meta upplýsingar á meðan þau notuðu þetta nýja efni.  Þátttakendur lögðu líka áherslu á ábyrgð á sínu eigin námi og á sitt eigið líf í þessu nýja námsumhverfi.

Umræður og niðurstöður

Stig virkni þátttakenda í námskeiðinu var sérstaklega áhugavert og þátttakendur höfðu ólíkar skoðanir og tóku þátt á mismunandi hátt.  Stór hópur þögulla þátttakenda sem sköpuðu ekki efni eða tóku þátt í miklum mæli í umræðum, fannst þeir vera virkir í námskeiðinu með því safna saman upplýsingum, endurblanda og deila þeim með öðrum.  Rannsóknin sýndi að fólk var virkt í öðrum athöfnum eða starfssemi, þó svo að samnýting eða hlutdeild ætti sér mest stað utan PLENK námskeiðsins, á vinnustaðnum eða heima og stundum eftir að námskeiði lauk vegna þess að fólk þurfti tíma til að hugsa um og bregðast við efninu, upplýsingunum og samskiptum sem voru gerð aðgengileg á meðan á námskeiðinu stóð.  Áhrif og virkni eru nauðsynleg í sjálfsstæðu námsumhverfi, en það var ljóst að nemendur höfðu sínar eigin hugsun um hvað virkni hentaði þeim og þeirra lífsstíl, sem var ekki endilega það sama og námskeiðsskipuleggjenda.

Sum þeirra mála sem var útlistað af Bouchard (2009) höfðu greinilega áhrif á stig þátttöku og í hvaða starfssemi nemendur tóku þátt í.  Viðleitniþættir tengdir sálfræðilegum þáttum eins og dugnaður, ástæða/hvöt og sjálfstraust, voru mikilvægir.  Þátttakendur sem höfðu áður tekið þátt í MOOC´S fyrir þetta námskeið tóku virkari þátt heldur en nýliðar og þeir reyndari hvöttu líka nýliðana með því að deila nýju efni sem tengdist námskeiðinu.  Nýliðar gáfu líka til kynna skort á sjálfstrausti við að taka þátt í námskeiði þar sem sérfræðingar á sviðið PLE voru að deilda rannsóknum sínum.

Tímstjórnun, markmiðagerð og tímaframboð var minnst á sem mikilvæga þátt sem hafði áhrif á þátttöku fólks.  Nemendum fannst erfitt að staðsetja sig, sérstaklega í byrjun, ofurliði bornir af umfangi efnis og samskipta, þrátt fyrir að leiðbeinendur væru búnir að segja þeiim að það væri ómögulegt að lesa og fara yfir allt efni sem væri birt.

Þátttakendur mátu mikils nýjar (fyrir þeim) og ólíkar leiðir saman safnaðra upplýsinga með því að t.d. merkja # gegnum samfélagsmiðla.  Það var mikilvægt fyrir námsmenn að læra um þessar nýju leiðir og finna út hvað þetta gæti þýtt fyrir þeirra eigin kennsluæfingar.  Þátttakendur hjálpuðu hvort öðru að finna tæki sem gátu hjálpað þeim í að styðja við nám sitt og upplýsingasöfnun.

Hagkvæmni þátturinn skipti líka máli fyrir námskeiðsþáttöku.  Þátttakendur settu hátt gildi á þá þekkingu sem þeir öðluðust í námskeiðinu og nýju aðferðirnar sem þau gátu notað til að bæta sína eigin kennslu og vinnu, auk aukningu á sínu eigin persónulega neti.

Styrking á skuldbindingu og virkri þátttöku er ein aðal áskorun í námi í netumhverfi og ein þar sem kennara geta gengt hlutverki.  Kennarar og stofnanir mættu innleiða meiri opnanleika í námsskrám með því að nota félagslega miðla og hnattræna þátttöku utan marka kennslustofnanna til að endurnæra námsreynsluna/upplifun nemenda.  Hin „mikilvæga þekking“ á netinu, gæti á sama tíma aukið hugsanaferli allra sem hlut eiga að máli.

Kop og Fournier telja að rannsóknin hafi aukið á skilning á námi í dreifðu opnu netumhverfi.  Gögn varðandi námsupplifun þögulla þátttakenda (lurkers) sem hefði verið erfitt á nálgast án þessarar rannsóknar.  Það er búist við að niðurstöðrnar muni gefa vísbendingar um hagstæð skilyrði til að auðvelda nám fyrir alla þátttakendur í nettengdu námsumhverfi.

Ég tengi við margt í þessari grein.  Ég tengi t.d. við það að vera þögull þátttakandi.  Það kemur þó frekar til að skorti á sjálfstrausti heldur en þekkingu á efninu.  En ég upplifi líka að þeir samnemendur mínir sem eru virkir og eru duglegir að setja inn efni sem þeir finna á netinu, eru hvatning fyrir mig.  Það eflir mig til að halda áfram.  Ég hef reyndar ekki flakkað mikið á netinu til að finna efni, ég hef látið öðrum það í té en ég hef grætt heilmikið á því sem hinir hafa sett inn.  Stuðningur kennara skiptir einnig miklu máli og er að mínu mati mjög mikilvægur sem og stuðningur samnemenda.  Stuðningur samnemenda fleytir manni ótrúlega langt, það er alla mín reynsla.

Heimildir

Rita Kop. 2016. Heimasíða, sótt 15. mars 2016 á http://ritakop.com/

Héléne Fournier. Heimasíða Open Education Europa, sótt á heimasíðuna þann 15. mars 2016            http://www.openeducationeuropa.eu/en/users/fournierh

Greinin sjálf sótt á netið þann 20. Mars 2016  http://selfdirectedlearning.com/documents/Kop&Fournier2010.pdf

Skildu eftir svar