Kennsluaðferðir

Einn-fleiri-allir/Think-pare-share

Aðferð: Einn-fleiri-allir/Think-pare-share

Flokkur: Hópavinnubrögð

Tilgangur við kennslu: Til að virkja nemendur og vekja þá til umhugsunar

  • o Vekja áhuga
  • o Virkja þátttakendur til umhugsunar um ákveðið efni
  • o Hvetja til dýpri hugsunar
  • o Hvetja til lausnar á vandamáli eða greiningar á efni
  • o Kostur, aðferðin gefur öllum tækifæri til að taka þátt
  • o Hentar vel þegar fyrirlesari vill brjóta upp fyrirlestur og kveikja samræður
Virkni nemenda

 

Nauðsynleg hjálpargögn og tæki

 

Það efni sem verið er að vinna með hverju sinni, yfirleitt spurning eða athugasemd frá kennara, blað og penni/blýantur.  Gott hugarflug
      x Sjálfstæðir og virkir
      X Virkir
      x Gagnvirkni milli kennara og nemenda Tími

 

Ekki langur, ca 10 – 15 mín
  Nemendur Taka við Fjöldi þátttakenda Lágmark Hámark
  Nemendur Óvirkir 2 4

 

Markmið aðferðarinnar

Markmið aðferðarinnar er að hvetja þátttakendur til dýpri hugsunar, finna lausn á vandamáli, svar við spurningu eða greiningar á efni.

Lýsing

Þegar þessi aðferð er notuð fá nemendur spurningu til að hugleiða fyrir sjálfan sig, eftir að þeir hafa velt svarinu fyrir sér einir og sér, fá þeir tækifæri til að ræða hana í hóp og að lokum með öllum bekknum eða hópnum.  Þessi aðferð virkar vel þegar hvetja á til dýpri hugsunar, lausnar á vandamáli eða greiningar á efni.  Hópa-umræðan er mikilvæg þar sem hún gefur nemendum tækifæri til að koma sínum hugsunum og skoðunum á framfæri.  Kosturinn við þessa aðferð er að hún gefur öllum tækifæri til að taka þátt, t.d. hljóðari nemendur sem eiga erfitt með að koma sínu á framfæri  (https://www.brown.edu/about/administration/sheridan-center/teaching-learning/effective-classroom-practices/think-pair-share ).

Þessi aðferð hentar einnig sérstaklega vel þegar t.d. fyrirlesari vill virkja þátttakendur/hlustendur og vekja þá til umhugsunar um ákveðið efni, til að finna svar við spurningu, við þrautalausnir og hugmyndasöfnun svo eitthvað sé nefnt.  Aðferðin byggir á 3 þáttum og er vinna í hverjum þætti nokkrar mínútur (Ingvar Sigurgeirsson 2013).

Ferlið er falið í nokkrum stigum.

  1. Fyrsta stig, þá er spurning eða úrlausnarefni sett fram fyrir hópinn að svara.
  2. Nemendur hugleiða spurninguna á eigin spítur í smá stund (örfáar mínútur).  Á þessu stigi vinnur hver  fyrir sig og mikilvægt að nemendur beri ekki saman vangaveltur sínar og svör.  Það er mikilvægt að nemendur hugsi sjálfstætt en einnig að þeir skrái niður hugmyndir sínar með því að skrifa eða þess vegna að teikna ef það hjálpar (https://www.brown.edu/about/administration/sheridan-center/teaching-learning/effective-classroom-practices/think-pair-share ;Ingvar Sigurgeirsson 2013).
  3. Næst mynda nemendur litla hópa og bera saman, deila hugmyndum sínum og ræða um þær.  Hér er mjög mikilvægt að umræðan haldist innan hópsins og berist ekki til hinna hópanna (https://www.brown.edu/about/administration/sheridan-center/teaching-learning/effective-classroom-practices/think-pair-share ;Ingvar Sigurgeirsson 2013).
  4. Síðasta stigið er að kynna niðurstöður sínar fyrir heildinni.  Það fer alveg eftir stærð heildar hópsins hvort að allir kynni niðurstöður sínar.  Það er ekki nauðsynlegt að allir geri það, kannski einn til tveir hópar og svo er spurt hvort einhverjir hafi eitthvað sem þeir vilji bæta við þær hugmyndir eða upplýsingar sem komið er (https://www.brown.edu/about/administration/sheridan-center/teaching-learning/effective-classroom-practices/think-pair-share ;Ingvar Sigurgeirsson 2013).

 

Heimildir

Think – pair – share aðferðin, sótt á netið 23.04 2016 https://www.brown.edu/about/administration/sheridan-center/teaching-learning/effective-classroom-practices/think-pair-share

Ingvar Sigurgeirsson. 2013. Litróf kennsluaðferðanna. Handbók fyrir kennara og kennaraefni.  Reykjavík: Iðnú.

Lausnarleitaraðferðin

Problem – Based Learning

Aðferð: Lausnarleitaraðferðin, Problem – Based Learning

Flokkur: Leitaraðferðir

Tilgangur við kennslu: stuðla að sjálfstæði nemenda og tengir þá þeim veruleika sem bíður þeirra að námi loknu

  • o Vekja áhuga
  • o Virkja þátttakendur til umhugsunar um ákveðið efni
  • o Hvetja til lausnar á vandamáli eða greiningar á efni
  • o Byggir á sjálfstæði nemenda

 

Virkni nemenda

 

Nauðsynleg hjálpargögn og tæki

 

Tölvur og bækur til að leita sér þekkingar og svara
     x Sjálfstæðir og virkir
      X Virkir
      x Gagnvirkni milli kennara og nemenda Tími

 

Sá  tími sem þarf til að leysa verkefnið og leita lausna
  Nemendur Taka við Fjöldi þátttakenda Lágmark Hámark
  Nemendur Óvirkir 5 8

 

Markmið aðferðarinnar

Aðferðinni er ætlað að stuðla að sjálfstæði í námi og búa nemendur undir að leysa flókin viðfangsefni.

Lýsing

Lausnarleitarnám byggir á umræðum og þekkingarleit til að leysa raunveruleg vandamál.  Aðferðinni er ætlað að stuðla að sjálfstæði í námi og búa nemendur undir að leysa flókin viðfangsefni.  Til að geta leyst viðfangsefnið þurfa nemendur að brjóta málin til mergjar og um leið afla sér viðbótarþekkingar svo þeir geti komið upp með viðunandi lausn á vandamálinu.  Þessi námsleið stuðlar að dýpri skilningi á ákveðnu viðfangsefni (http://www.pbl.is/hvad.htm ).

Aðferðin er notuð í litlum hópum, 5-8 manns í hóp.  Kennarinn leiðbeinir nemendum um vinnuhætti en stýrir þeim ekki að lausn verkefnisins að öðru leyti.  Lausnarleitaraðferðin stuðlar að sjálfstæði nemenda og hentar fullorðnum námsmönnum vel.  Aðferðin er krefjandi og um er að ræða mikið sjálfsnám á sama tíma og aðferðin býður upp á líflega og ögrandi kennslu með sterkri tengingu við þann veruleika sem bíður nemandans að loknu námi.  Tölvu og upplýsingatækni kemur að góðum notum ( https://is.wikibooks.org/wiki/H%C3%B3pvinna ).

Nemendur bera ábyrgð á eigin námi en undir handleiðslu kennara.  Nemendur ákveða sjálfir hvar þeir nálgast upplýsingar, hvort þeir finna þær í bókum, tímaritum, hjá kennara, á netiinu eða á vettvangi ( http://www.pbl.is/framkvaemd.htm ).

Aðferðina er hægt gott að vinna í 9 skrefum, þau eru eftirfarandi:

  1. Undirbúningur, í þessu skrefi er hægt að setja upp sýningu t.d. með bókum og myndum.  Það er lika hægt að vera með hópefli og æfingar í þrautalausnum.
  2. Vandmálið kynnt fyrir hópnum.  Á þessu stigi eiga nemendur að setja sig í spor einhvers og reyna að setja sig í spor þess sem glímir við vandamálið.
  3. Hvað vitum við og hvað þarf að vita?  Á þessu stigi er reynt að greina vandamálið með spurningum og reyna að glöggva sig á hvað vitað er nú þegar.
  4. Viðfangsefnið skilgrein.  Hvernig er hægt að afla sér upplýsinga?
  5. Öflun upplýsinga.  Nemendur lesa sér til og afla sér þekkingar á vandamálinu.  Hér er hægt að notast við bækur og netið til að finna sem mest af upplýsingum.
  6. Hugmyndir settar fram.  Hugmyndir eru skráðar niður og kynntar.
  7. Vega og meta hugmyndir, niðurstöður.  Hér ber hópurinn saman bækur sínar og reyna að komast að niðurstöðu sem síðan er sett fram t.d. sem bæklingur, fyrirlestur eða kynning.
  8. Niðurstöður kynntar.  Hópurinn gerir grein fyrir sínum niðurstöðum.
  9. Niðurstöður eru ræddar.  Þegar allir hópar, hafa kynnst sínar niðurstöður eru þær ræddar.  Var fólk sammála?  Ef ekki, af hverju?  Hver var munurinn?  Hvað lærðu nemendur af þessari vinnu?  (Ingvar Sigurgeirsson 2013).

 

 

Heimildir

Þórunn Óskarsdóttir, M.Ed. 2000. Lausnarleitarnám, Problem- Based Learning sótt á netið 23,04 2016,  http://www.pbl.is/

Ingvar Sigurgeirsson. 2013. Litróf kennsluaðferðanna. Handbók fyrir kennara og kennaraefni.  Reykjavík: Iðnú.

Lausnarleitarnám, sótt á netið 20, apríl 2016 á https://is.wikibooks.org/wiki/Hópvinna

Þankahríð – Brainstorming

Aðferð: Þankahríð – Brainstorming

Flokkur: Umræðu – og spurnaraðferðir

Tilgangur við kennslu: Fá sem flestar hugmyndir á sem styðstum tíma, t.d. til að leysa vandmál

  • o Vekja áhuga
  • o Hentar vel þegar byrjað er að vinna með nýtt efni
  • o Hentar til að kanna þekkingu á ákveðnu efni
  • o Virkja þátttakendur til umhugsunar um ákveðið efni
  • o Hvetja til dýpri hugsunar
  • o Kveikja á hugarfluginu
Virkni nemenda

 

Nauðsynleg hjálpargögn og tæki

 

Öflugt hugarflug
      X Sjálfstæðir og virkir
      X Virkir
      x Gagnvirkni milli kennara og nemenda Tími

 

20 mínútur.
  Nemendur Taka við Fjöldi þátttakenda Lágmark Hámark
  Nemendur Óvirkir 1 100

 

Markmið aðferðarinnar

Þankahríð er notuð til að fá hugmyndir eða úrlausnir fyrir ákveðið viðfangsefni eða spurningu og til að leysa vandamál.

Lýsing

Ingvar Sigurgeirsson kallar þankahríð móður allra umræðu- og spurnaraðferða.  Hún hentar mjög vel þegar byrja á að vinna með nýtt efni.  https://notendur.hi.is/ingvars/kennsluadferdir/spurnaradferdir.htm

Þankahríð á að svara ákveðinni spurningu eða leysa ákveðið vandamál.  Þankahríð er hópaðferð og hópastærð er um 12 þátttakendur.  Þátttakendur eru hvattir til að koma með eins margar og villtar hugmyndir og þeir geta.  Það er hægt að framkvæma þankahríð á nokkra vegu.  Aðferðin er notuð til að fá fram nýjar hugmyndir eða lausnir en ekki til að greina eða taka ákvarðanir.  Í lokin eru hugmyndirnar greindar og dæmdar og það ferli krefst ekki þankahríðar.  Eins og áður segir er aðferðin notuð fyrir ákveðið efni, það þarf að skilgreina vandamálið eða efnið sem á að fá nýjar hugmyndir fyrir.  http://www.brainstorming.co.uk/tutorials/preparingforbrainstorming.html

Það er mjög mikilvægt að gagnrýna ekki hugmyndir sem koma fram.  Allar hugmyndir eru skráðar niður.  Þegar því er lokið eru hugmyndir flokkaðar eða farið yfir þær þangað til að niðurstaða er komin í málið.  Það er talað um 4 meginreglur í þankahríð og þær eru:

  • Magn – þessi regla þýðir að fá sem flestar hugmyndir.  Því fleiri hugmyndir sem koma fram því meiri líkur á að vandamálið leysist.
  • Ekki gagnrýna – geyma gagnrýninna þangað til seinna eða sleppa henni.  Gagnrýni á að geyma þangað til seinna í ferlinu, en ekki á meðan að þankahríðin sjálf fer fram.
  • Taka vel á móti villtum hugmyndum.  Fagna villtum hugmyndum, þær geta komið fram með nýja sýn sem gæti þýtt betri lausn, eða alla vega lausn á vandamálinu.
  • Sameina og bæta hugmyndir.   Hugmyndir koma frá samvinnu.

https://en.wikipedia.org/wiki/Brainstorming

Ein leið er að þátttakendur eru beðnir um að skrá niður hugmyndir sínar og halda þeim fyrir sig.  Svo safnar leiðbeinandi þeim saman.  Hugmyndirnar eru ræddar og kosið um þær.  Sú hugmynd sem fær flest atkvæði er svo aftur lykill að annarri þankahríð til að reyna að ná fram fleiri hugmyndum.

Afbrigði

Einnig er hægt að hafa spurninga – þankahríð, einstaklings – þankahríð o.s.frv.  Það eru nokkrar leiðir sem hægt er að fara, getur allt farið eftir því hvaða lausnum er verið að leita eftir.  https://en.wikipedia.org/wiki/Brainstorming

 

Heimildir

Kennsluaðferðavefurinn, upplýsingabanki um kennslufræði, einkum kennsluaðferðir og námsmat. https://notendur.hi.is/ingvars/kennsluadferdir/spurnaradferdir.htm

Preparing for a successful brainstorming session.  Sótt á netið þann 1. maí 2016 á slóðina http://www.brainstorming.co.uk/tutorials/preparingforbrainstorming.html

Brainstorming. Wikipedia. Sótt á netið 1. maí 2016 á slóðina

https://en.wikipedia.org/wiki/Brainstorming

 

Skildu eftir svar