Fundargerð: Staðlotu 1

Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum

15. janúar 2016 kl. 9:00 – 16:30

Dagskrá

Smelltu til að sækja myndina á PDF fomi

Dagskráin á PDF formi

Nokkrar punktaspurningar tóku á móti þátttakendum þegar þeir mættu. Svörin við þeim gefa grófa mynd af reynslu þeirra í tengslum við fullorðinsfræðslu:

20160115_124012
.
20160115_094005

Þá byrjaði staðlotan með kynningu og umræðum:

 • Kennarinn kynnti sig
 • Þátttakendur kynntust (Nágrannaviðtal) og kynntu sessunaut sinn fyrir hinum
 • Kynning á markmiðum námskeiðsins og í kjölfarið umræða um dagskrá:
20160115_123957
Markmið námskeiðsins og Dagskrá staðlotunnar

Þá var kominn tími á að fá viðbrögð þátttakenda við markmiðum námskeiðsins og kafa aðeins ofan í væntingar þeirra. (Þar notuðum við aðferð í ætt við  „1-2 og allir“ (Sjá líka hér))

20160115_094027

Umræður í hópum um væntingar:

20160115_120703

20160115_115920 20160115_115920
20160115_115935 20160115_115926

Niðurstaðan:

20160115_123831
Væntingar þátttakenda til námskeiðsins

Að loknu kaffihléi tóku við kynning og umræður um aðal viðfangsefni námskeiðsins: Hönnun námsferla, á plakatinu má sjá helstu atriði sem koma fyrir í svo til öllum módelum sem eru notuð til að stýra skipulagningu námsferla:

20160115_160818

Sjá bloggfærslu og stuttan fyrirlestur um efnið.

Í kjölfar umræðu um hönnunarferlið snérum við okkur að því hvernig við munum raða upp þemum á námskeiðinu til þess að ná markmiðum námskeiðsins:

20160115_124002

Um Nám

Næsta mál á dagskrá var umræða um nám. Þar rifjuðum við upp nokkrar skilgreiningar á námi eins og Illeris túlkar þær í bókinni „How we learn“. Þar byggir hann á  Piaget sem flokkar námi í þrjá flokka, og bætir sjálfur einum við:

Sjá bókina hjá Google Books og sjá lista Hróbjarts yfir efni frá Illeris
Fyrirlestur Hróbjarts:

Smelltu á myndinni til að bloggfærslul sem inniheldur lýsingu á íslensku fyrir hvert atriði

…og Lestu nánar um þessa framsetningu hér)

Þá snérum við okkur að námi fullorðinna. (Kortaspurning)

20160115_123817
Kortaspurning um viðhorf og reynslu þátttakenda um einkenni fullorðinna námsmanna

Að loknum umræðum þátttakenda í hópum og í plenum um einkenni fullorðinna tók við stuttur fyrirlestur Hróbjarts um fullyrðingar Knowles um fullorðna námsmenn:

20160115_123825

12:30-13:00 Hádegishlé

Að loknu hádegishléi skoðuðum við fyrirbærið hönnun námsferla frá nokkrum sjónarhonum:

Fyrirlestur og umræður um það sem flest ferli / aðferðir eða nálganir við skipulagningu námsferla eiga sameiginlegt:

20160115_160818

Þessa nálgun bárum við saman við hina hefðbundnu ADDIE nálgun:

ADDIE.gif

… og við nýlegar leiðir – sem eru notaðar við skipulagningu og hönnun á öðrum sviðum með góðum árangri, en henta líka mjög vel við hönnun námsferla:

Business Model Canvas:

businessmodelcanvas.jpg

Seinni hluti námskeiðsins mun fara i að skoða nokkrar ólíkar nálganir eins og þessar.

Verkefni

Til að ná markmiðum námskeiðsins vinna þátttakendur nokkur verkefni sem tengjast náið verkefninu: „Að hanna námsferli“. Við fórum yfir tillögur kennarans að verkefnum bæði með fyrirlestri og umræðum í hópum:

20160115_160832

Svona vinnum við saman

Staðlotunni lauk svo á samningaviðæðum um samvinnu á námskeiðinu. Kjarnin er að

 • Námsefni frá kennara er og verður að finna á námsbrautarvefnum í flokknum SFFF
 • Vinnan með námsefnið fer fram
  • á staðlotum 15. jan & 8. apríl
  • á vikulegum fundum þriðjudaga kl. 15:30
  • á þessum vef
 • Umræður UM námskeiðið fara fram í Facebook hóp námskeiðsins

Nánari utlistun á þessu og verkefnunum kemur í sérstöku skjali MJÖG fljótlega.

Endir

Staðlotunni lauk á því að þátttakendur skráðu á blað það sem þeir taka með sér heim að staðlotu lokinni (Pokinn) og með almennum umræðum um innihald pokanna.

4 thoughts on “Fundargerð: Staðlotu 1”

 1. kærar þakkir, mér finnst bókarhlutinn eftir Illeris mjög áhugaverður, en erfitt að lesa hann af skjánum, tekst ekki að vista hann eða prenta.. er möguleiki að fá hann á pdf formi inn á Uglu? eða lumar einhver á góðum ráðum hvernig er hægt að opna gluggann þannig að textinn fylli skjáinn?
  bestu kveðjur

  1. Bókarkaflinn er bara gluggi inn í bókina þar sem hún er vistuð hjá Google Books. Þú getur smellt á tengilinn fyrir neðan til að finna bókina hjá Google-Books. Sömuleiðist er hægt að fleta í henni hjá Amazon. Þar er hægt að kaupa hana – líka sem Kindle bók (þannig les ég hana) en til að fá útprentað eintak sýnist mér eina leiðin vera að kaupa hana 😉

Skildu eftir svar