Vinnustaðanám: Learning through work: workplace affordances and individual engagement

Stephen-Billett-204x305

Í grein Stephen Billet: Learning through work: workplace affordances and individual engagement. er gert grein fyrir þeim þáttum sem hafa áhrif á þróun náms á vinnustöðum. í greininni er sérstaklega einblínt á samspil tveggja þátta í vinnustaðanámi. Það er, hvernig vinnustaðir veita einstaklingum tækifæri til að læra og það hvernig starfsmenn velja að taka þátt í verkefnum á vinnustað sem veita tækifæri til náms og vinna úr þeirri leiðsögn sem er veitt á vinnustaðnum. Að mati höfundar er það lykilatriði að greina samspil þessa tveggja þátta þegar við viljum skilja hvers konar nám vinnustaðir geta veitt og hvernig auka á gæði þess náms sem fer fram á vinnustöðum. Hér er að finna nánari umfjöllun um greinina.

 

Skildu eftir svar