Fundargerð frá þriðjudagsfundi 15. mars

Thridjudagsfundur-Um-tad-ad-skapa-namsumhverfi

Á þriðjudagsfundinum 15. mars var málið að skoða námsumhverfið.

Við byrjuðum á því að taka stöðuna hjá þátttakendum.

Þá tók við Kallspurning þar sem þátttakendur skilgreindu hugtakið „Námsumhverfi“ saman og kennari skrifaði á töfluna.

Kallspurning-Namsumhverfi

Þá tók við hópavinna þar sem þátttakendur tók fyrir sitt hvora spurninguna:

a) Að hverju þarf að huga hvað varðar áþreifanlegt umhverfi

b) Hvað skiptir máli varðandi félagslegt umhverfi

20160315_154926

20160315_154954

20160315_161438

20160315_161445

Fulltrúar hópanna kynntu niðurstöðurnar fyrir hinum og spunnust áhuvaverðar umræður um hlutverk kennara þegar kemur að því að skapa og stjórna umhverfi sem stuðlar að námi.

20160315_155225

20160315_160158

Að lokum skipti hópurinn sér aftur niður í hópa til að gera tilraun með að nota heilbrigða skynsemi, fræði og kenningar sem við höfum verið að lesa til að rökstyðja einhvert atriði sem þau fundu til í hópavinnunni.
20160315_161453

20160315_161500

Gagnlegt lesefni:

One thought on “Fundargerð frá þriðjudagsfundi 15. mars”

 1. Takk fyrir fundargerðina.

  Það er fátt mikilvægara en upphaf námskeiðs. Þar kemur soldið í ljós hvernig restin verður, ekki satt?

  Samt er eins og þetta klikki svo oft!

  Ég var nýlega á fundi þar sem fyrirlesari var fenginn til að tala um ákveðið málefni. Fundarstaður og tími var ákveðinn með ágætis fyrirvara án þess þó að málefnið væri sérstaklega tengt við líðandi stund í skipulagsheildinni eða að talað væri fyrir því áður en til kastana kom.

  Látum það nú vera. Fundamenn gátu svo sem bara alveg getið í eyðurnar.

  Þegar kom að uppröðun fólks í stofunni var það sjálft látið um það og viti menn, að sjálfsögðu skiptist fólk upp í sínar ,,klíkur“. Fyrirlesaranum fannst það dálítið fyndið og vísaði í reynslu sína af fyrirbærinu. Hann kallaði það ,,íslenska fermingarveislan“. Kallarnir sátu öðru megin í stofunni á meðan konurnar röðuðust eðli málsins samkvæmt hinum megin.

  Þetta vakti kátínu auðvitað en hvað segir þetta okkur um framhaldið? Ef við veltum fyrir okkur valdastrúktur og öðrum félagslegum þáttum þá gat þessi uppröðun í stofunni varla stuðlað að lýðræðislegu samstarfi og flæði þekkingar á milli samstarfsfélaga, hvað þá alið á gagnkvæmu trausti innan hópsins. Ekki aðeins var munstrið kynjað heldur sat fólk í ákveðnum sellum innan þess. Hvernig skyldi valdamunstrið hafa verið þar?

  Í þessu tilviki hefði einmitt verið þörf á að skipuleggja fundarstaðinn með tilliti til ofangreinds. En fyrirlesarinn gekk bara 10 mínútum áður inn í stofuna og byrjaði bara.

  Hvað klikkaði?

Skildu eftir svar