Adult learning, health and well-being – changing lives.
Hvernig tengist greinin þemum námskeiðsins?
Greinin sem ég valdi að rýna í og skrifa um heitir Adult learning, health and well-being – changing lives eftir John Field Hún birtist í tímaritinu Adult Learner: The Irish Journal of Adult and Community Education árið 2011 en tímaritið er gefið út einu sinni á ári. Greinin er tekin úr Eric gagnagrunninum Samkvæmt leit á Google Scholar hafa fimm aðilar vitnað í hana.
Í greininni er að finna öðruvísi nálgun á viðfangsefninu nám fullorðinna en ég er upplifa í í námskeiðinu Skipulag og framkvæmd fræðslu með fullorðnum sem snýr einmitt að þeim þáttum sem nafnið segir til um. Segja má að greinin fari inn á þætti sem eru pólitískir. Field heldur því fram að fullorðinsfræðsla auki í raun lífsgæði fólks og horfa þurfi betur til þess hjá yfirvöldum að skoða mikilvægi þess þáttar á móti kostnaði. Það er að segja hvort hægt sé að minnka kostnað á öðrum sviðum þjóðfélagsins með því að gera fullorðinsfræðslu hærra undir höfði og veita til hennar meira fjármagni.
Rannsóknin tengist þó á ýmsan hátt mörgu því sem við höfum skoðað í námskeiðinu í vetur. Tengsl eru til dæmis við Malcolm Knowles og kenningar hans um að fullorðnir hafi sterka tilfinningu um sjálfsforræði og því sé mikilvægt að bera virðingu fyrir sjálfsákvörðun þeirra og ábyrgð. Eins að lífsreynsla fullorðinna hefur margvísleg áhrif á nám og fullorðnir námsmenn hafa ýmsa lífsreynslu í fórum sínum (Merriam, Caffarella og Baumgartner, 2007). Fullorðnir eiga líf utan kennslustofunnar og til þess þarf að horfa.
Hvert þér finnst framlag greinarinnar vera til einhvers þema sem við höfum verið að takast á við á námskeiðinu?
Mér veitist dálítið erfitt að tengja greinina einhverju einu þema námskeiðsins þar sem þar er í raun verið að vinna með hagnýta þekkingu, vinnubrögð og fleira. Í greininni er verið að skoða áhrif fullorðinsnáms á einstaklinginn. Auðvitað má segja að uppbygging námskeiðs og stjórnandi þess hafi áhrif á vellíðan fólks í námi og hvort vel tekst til. Greinin gæti því meðal annars orðið ágætis framlag í þema tvö Hvernig lærir fólk? sem kemur inn á þætti sem taka þarf tilliti til þegar verið er að skipuleggja námskeið fyrir fullorðna. Þætti eins og hvernig lærir fólk á ólíkan hátt, einkenni ólíkra námsmanna, mun á einstaklingum og að fólk hafi ólíka námshæfileika. Horfa þarf til þessara og fleiri þátta svo fólk finni fyrir vellíðan í name.