Þrjár hagnýtar kennsluaðferðir með fullorðnum

Þankahríð

Þegar við kennarar eða leiðbeinendur undirbúum kennslu er að mörgu að hyggja. Þær aðferðir sem við veljum grundvallast af því hverju við ætlum að miðla, hvernig við gerum það og markmiðum kennslunnar á námskeiðinu. Við þurfum að spyrja okkur þessarar grundvallarspurningar: „Hverju nær verða nemendur okkar eftir að þeir hafa setið námskeið hjá okkur?“

Við getum kallað kennsluaðferðir verkfæri eða amboð sem við notum í ólíkum tilgangi. Samhengið skiptir hér mestu máli og við þurfum að spyrja okkur hvaða forsendur þurfi að vera til staðar þ.e.a.s hvort þátttakendur þurfi  að hafa forþekkingu á efninu eða skiptir kunnátta þeirra ekki máli.  Ávallt kemur það í hlut kennara og verður á ábyrgð þeirra sem skipuleggja og kenna námsferla að velja aðferðir og beita þeim hentugustu, sem völ er á,  í hverju tilviki fyrir sig. Kennsluaðferðir skapa ólíka möguleika á tengslum milli þátttakenda og þeir fá tækifæri til að læra í gegnum félagsleg samskipti. Ef þessar aðferðir geta stuðlað að þroska ólíkra þátta í persónuleika fólks eða skapa nýtt og innihaldsríkt námsumhverfi sem mótar tengingar við veruleika fólks og ná að virkja fullorða til náms þá er ansi mörgum markmiðum náð. Við þurfum að hugsa með okkur hvernig kennsluaðferðin sem við veljum nýtist til að ná tilskyldum árangri hverju sinni.

Hér fyrir neðan sérðu slóðir (af námsbrautarvefnum okkar) á þrjár hagnýtar kennsluaðferðir í kennslu fullorðinna: þankahríð, hringaleikur og „blossinn“. Greint verður frá markmiðum og tilgangi kennsluaðferðanna og gefin lýsing á útfærslu. Þá verða einnig gefin dæmi um það við hvaða hluta námskeiðs aðferðirnar eru gagnlegar og að lokum greint frá því hvers vegna þessar þrjár aðferðir teljast nothæfar til að ná tilskyldum árangri og vekja jákvæð áhrif hjá fullorðnum þátttakendum á námskeiði.

Þankahríð

Hringaleikurinn góði

„Blossinn“

 

Skildu eftir svar