Fundargerð þriðjudagsfundar 26.1.

Fundargerð SFFF vor 2016

image

Byrjunaraðferð: Kynntu þig og segðu frá einhverju sem þú ert að spá í í tengslum við námskeiðið. Umræður í byrjun:  Margir að skoða verkefnin, setja niður hvað þeir ætla að fást við, lesa Adult Learning og Preparing Instructional Design, Mager, Caffarella, grúska á vefnum, prenta út það sem HÁ hefur vísað á.

Þegar við byrjum að lesa námsefnið snúum við linsunni oft að okkur sem einstaklingum og hópum; hvað erum við að gera hér sem námsmenn, fullorðið fólk, konur, margar gráður, samhliða námi og öðrum hlutverkum. Gildi háskólamenntunar; reynsla vs. menntun. Verið að ræða út frá viðtali við Svala Björgvinsson varðandi þetta í fjölmiðlum í gær.  (Viðbót eftir fundinn – háskólarektor er búinn að bregðast við þessari umræðu, finn bara ekki fréttina aftur.. 🙁 )

Fyrirspurnir um skipulagið: Spurt um verkefnið um Markmið.

Svar Hróbjarts:

  • Næsti þriðjudagsfundur mun snúast um markmið, tala um, prófa okkur áfram,  og sú samvinna sem er lýst á netinu myndi fara fram í næstu viku. Mikið af lesefni um markmið, nemandi kemst langt á köflunum tveimur (ljósrit úr bókinni Preparing Instructional Design, 1. og 4. Kafli). Í þessu skjali eru tenglar í lesefni um markmið
  • Lýsing Mager varðandi markmið er þrískipt, Athöfn, Skilyrði og Mælikvarði. Það má svo skrifa markmið út frá ólíkum námssviðum:  þekkingu – færni – leikni.
  • Aðrir taka önnur viðmið, hugmyndir um markmið eru mismunandi; langtíma, skammtíma o.s.frv. Í verkefninu sem við eigum að vinna með er leitað eftir atferlisviðmiðum – líkt og Mager lýsir þeim og verður betur fjallað um það í tímanum í næstu viku, 2.feb.

Hér á alltaf að vera hægt að finna öll skjöl varðandi efni námskeiðsins:

Efni fundarins í dag, 26.1. var áframhaldandi spurningar um það sem við vitum um nám og það hvernig við lærum og hvaða áhrif það hefur á kennslu og hvernig við skipuleggjum nám fyrir aðra.

Námskenningar –  umræða í minni hópum – rætt um hvað kenningar gefa okkur?
image

Punktar frá „útlöndum“ – (Sigfríður og Gunnar); eru bæði kennarar, (grunnskóla og framhaldsskóla), nota sitt lítið af hverju úr kenningunum, mótar þau sem kennara, eru á námskeiðinu til að eflast í að kenna fullorðnu fólki, þær kenningar sem talað er um að henti fullorðnu fólki koma einhversstaðar frá? Aðrar forsendur hjá fullorðnum heldur en börnum sem eru skylduð til að vera í skóla.

Punktar úr hópi 1: ekki alltaf meðvituð um hvaða kenningu er verið að vinna út frá hverju sinni, móta fólk sem kennara en erfitt að benda nákvæmlega á hvað það er sem er rót hvers atferlis eða þekkingar, nýtast vel til að rökstyðja, erfitt að hrekja, getur verið gott að rýna í eigið atferli og pæla í hvaða kenningum verið er að vinna eftir.

Punktar úr hópi 2: skilur betur atferli fólks, sjá samhengi, tengja, nokkurs konar akkeri, praktískar, leiðbeinandi og styðjandi, hægt að heimfæra upp á, leiðarvísir til að vera ekki í lausu lofti. Auðveldara að tileinka sér kenningar á grunni reynslu. Mismunandi reynsla í hópnum af kennslu – margir kennaranna styðjast við hugsmíðakenningu.
image

  • Er hægt að búa til sínar eigin kenningar?
  • Þarf maður alltaf þessar kenningar? Oft verið að samtvinna margar ólíkar út frá ákveðnum grunni.
  • Tilgangurinn með þeim ljós en er of mikil áhersla á þær? Segja frá þeim veruleika sem við lifum og hrærumst í og eru þess vegna kunnuglegar þegar við lesum þær.
  • Eru þær alltaf byggðar á rannsóknum? Heimspekikenningar ekki endilega.

Dæmi um kenningar – hópurinn kemur með:

  • Húmaniskar –
  • Atferlis
  • Hugsmíði
  • Kenning um félagslegt nám
  • Umbreytinganám
  • Andragogy ( meira model eða nálgun)

Flokkun kenninga:

1.stigs – byggðar á reynslu, eitthvað sem ég veit; heilinn segir mér fyrir um hvað gerist næst og ég bý mér til kenningu og get framkvæmt án þess að hugsa, þar til ég rek mig á. Heilinn er stöðugt að spá í þessu og meta aðstæður og umhverfið.

  1. stigs – sk. „gúrúkenningar“ s.s. Rudolf Steiner, Magga Pála/Hjallastefnan, hópur af fólki aðhyllist stefnuna og hún á að skýra allt sem tengist t.d. skólastarfi.
  2. stigs – verða til í fræðasamfélaginu, hundruðir eða þúsundir eru að rannsaka og rökræða, vinna innan hverrar stefnu fyrir sig.

Þessi glæra kom í huga við þessa umræðu: Screenshot 2016-01-26 15.58.45

glæra frá Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur í stjórnmálafræðideild

Ólíkar námskenningar:  – skjal – nokkrar tilvitnanir um kenningar frá Hróbjarti – 6 slæður.

Yfirlit á glæru 4/6

Skiptir máli þegar verið er að velja kenningar að velta fyrir sér hvaða mannskilningur liggur að baki – margir hafna t.d. behaviourisma á grundvelli neikvæðs mannskilnings. Mannhyggjan (humanismi) byggir á jákvæðari mannskilningi. Niðurstöður rannsókna geta verið mjög gagnlegar.

HÁ mælir með að við liggjum yfir töflunum í skjalinu og veltum fyrir okkur hvað það þýðir fyrir nám fullorðinna að beita mismunandi kenningum. Landamæri milli kenninga geta þó verið óskýr og verið í praksis að nota aðferðir úr mismunandi kenningum. Þær eru gagnlegar til að rökstyðja af hverju við teljum að eitthvað ákveðið gerist við ákveðna aðferð.

Yfirlit á glæru 5/6  – mismunandi praksis – út á hvað gengur námið?

miðlæg fullyrðing – kostir og gallar hvers praksis fyrir sig og hugmyndir um kennarann.

 

Ritari: Berglind Indriðadóttir

 

Skildu eftir svar