Námskeiðslýsing – Blogg

Námskeiðslýsing

TEK1GN03AB Grunnteikning

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist almenna undirstöðuþekkingu og þjálfun í teiknifræðum. Áfanginn skiptist í tvo meginefnisþætti. Í fyrri efnisþætti er fjallað um fallmyndun en í þeim seinni um ásmyndun og fríhendisteikningu. Í áfanganum er gert ráð fyrir að nemendur öðlist færni í meðferð og notkun mæli‐ og teikniáhalda, myndrænni vinnu með viðfangsefni starfsgreina, lestri teikninga og fái grunnþjálfun í gerð vinnuteikninga og þrívíðra rissteikninga. Áfanginn er undirbúningur fyrir áframhaldandi nám í teiknifræðum og lestri vinnuteikninga.

Lokamarkmið áfanga: Að þú hafir aflað þér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • undirstöðu í almennum teiknifræðum
  • lestri teikninga
  • gerð vinnuteikninga

hafi öðlast leikni í að:

  • útskýra viðfangsefni í formi fríhendisteikninga
  • nota teikni‐og önnur mæliáhöld við gerð vinnuteikninga
  • lesa teikningar
  • þjálfist í að hugsa af nákvæmni um og vinna myndrænt með viðfangsefni starfsgreina, svo sem á sviði hönnunar og iðngreina
  • upplýsingamiðlun með tæknilegum teikningum
  • gerð einfaldra tæknilegra vinnuteikninga
  • gerð einfaldra þrívíðra teikninga

skulir geta hagnýtt þér þá almennu þekkingu og leikni sem þú hefur aflað þér til að:

  • hefja nám í fagbundnu teikninámi og öðru fagnámi, svo sem á sviði hönnunar og iðngreina
  • teikna fríhendis
  • skipuleggja, árita og ganga frá einföldum tæknilegum teikningum og miðla upplýsingum á skilvirkan hátt
  • hefja frekara nám í teiknifræðum
Námsmat:

Lokamat felur í sér verkefnavinnu og skyndipróf u.þ.b. 40% og lokapróf 60%. Miðað er við að lokanámsmat byggi að stofni til á sjálfstæðri og óháðri vinnu nemenda. Jafna mætti vægið milli frammistöðu á önn og lokaprófs í þeim tilvikum þar sem gerðar eru meiri kröfur til sjálfstæðis í námsvinnu nemenda en gerðar eru að jafnaði.

Staður:  Tækniskólinn í Hafnarfirði

Tímabil: 15 vikur

Tími: Mánudaga kl: 13:00 til 17:00 í stofu 311

Helga Baldursdóttir teiknikennari

S: 6976368

Blogg

Hvað lærði ég af því að skrifa námskeiðslýsingu? Jú ég lærði það að samkvæmt heimildum er mikilvægt að gera þarfagreiningu í upphafi og skilgreina hverjar séu þarfir og kröfur þeirra þátttakenda sem væntanlega munu sækja námskeiðið. Í ljósi þarfagreiningar eru markmiðin ákveðin og þá er mikilvægt að hafa í huga að þau uppfylli öll þau skilyrði sem sett eru af hinu opinbera ef þetta er námskeið í t.d. framhaldsskóla eða fullorðinsfræðslu. Því næst að gera sér grein fyrir hvaða kennsluefni þarf til að uppfylla markmið námskeiðsins og væntingar þátttakenda. Þá er mikilvægt að taka tilit til sem flestra þátta sem geta haft áhrif á framvindu námskeiðsins s.s. aldurs þátttakenda, fyrri reynslu og menntunar. Einnig er talið mikilvægt að lýsingin á innihaldi og markmiðum námskeiðsins sé auðlæsilegt og skýrt sett fram.

Heimildir:

https://www.youtube.com/watch?v=IFA9yDFrYiE

http://www.edinaschools.org/cms/lib07/MN01909547/Centricity/Domain/45/Instructor%20Tip%20Sheet.pdf

https://www.onlearningpoint.com/writing-good-course-description/

 

 

Skildu eftir svar