The 10 skills you need to thrive in the Fourth Industrial Revolution | World Economic Forum

10Skills

Þegar við skipuleggjum nám fyrir aðra erum við að skipuleggja atburð eða ferli sem á að leiða til þess að fólk fari ríkara út en það kom inn, þegar ferlið hófst. Það viti, kunni, geti eða finnist eitthvað sem það hafði ekki á valdi sínu áður. Þegar við ákveðum hvað á að fara í listann yfir markmið eða hæfniviðmið á námferlinu er ekki úr vegi að spá í það að hvaða leiti geri ég þátttakendur tilbúna til að takast á við þá framtíð sem við eigum í vændum. Hér eru nokkrar pælingar um það.

These are the top 10 skills you will need in the workplace in 2020.

Lesið þetta: The 10 skills you need to thrive in the Fourth Industrial Revolution | World Economic Forum

Segið okkur í athugasemdunum hér fyrir neðan hvað ykkur finnst og jafnvel hvort þið haldið að þetta hafi einhver áhrif á námskeiðið sem þið ætlið að skipuleggja á misserinu…

22 thoughts on “The 10 skills you need to thrive in the Fourth Industrial Revolution | World Economic Forum”

  1. Skemmtilegt að skoða þennan lista og hann rímar vel við það sem ég hef verið að velta fyrir mér síðustu mánuði þ.e. Hvernig erum við í grunnskólum að undirbúa nemendur okkar fyrir lífið í framtíðinni? Mér finnst við geta staðið okkur betur í því!
    Eitt af því sem ég tel mikilvægt er að við gefum nemendum tækifæri til að virkja og þroska sköpunarkraftinn og því er gaman að sjá að sköpun hefur færst ofar í framtíðarhæfninni.
    Hér https://www.ted.com/talks/ken_robinson_says_schools_kill_creativity
    er stuttur fyrirlestur frá Ken Robinson – hann grínast mikið 🙂 en tekst á skemmtilegan hátt að koma mikilvægum punktum á framfæri .
    Kv. Sólveig

  2. Sköpunarhæfni er einmitt eitt sem margir tala um að skipti máli í samfélaginu eins og það er í dag… Sugatra Mitra og fleiri hafa haldið því fram að menntakerfi 19-20 aldanna hafi haft þann tilgang fyrst og fremst að undirbúa fólk undir það að hlýða fyrirmælum, vinna allir á svipaðan hátt og vera tilbúnir til að vinna langa leiðinlega vinnudaga. Nú halda margir fram að það séu ekki lengur til tilbúnar lausnir við þeim verkefnum sem fólk er að takast á við og því þurfi allir að hafa hæfileikann til að finna nýjar og gagnlegar lausnir. Svo það að þegar fólk þarf að selja vöru eða þjónustu standi árangur og falli með virðisaukanum, það sé ekki lengur nóg að búa til eða bjóða fyrsta flokks vöru eða þjónustu hún þurfi að vera SÉRSTÖK… og til þess finna upp á slíku þurfi fólk að vera skapandi! Hvað ætli það þýði fyrir starfsþróun kennara, hjúkrunarfræðinga eða bankastarfsmanna og aðra fullorðinsfræðslu?

    1. Fjórða iðnbyltingin! Áhugavert að öllu leyti og um leið veldur þetta manni áhyggjum varðandi það hvort börnin mín komi til með að feta rétta leið til framtíðar hvað þetta varðar. Er íslenskt menntakerfi á tánum? Hvað varðar auknar framtíðarkröfur um sköpunargáfu einstaklingsins tel ég að frekar nýtilkomin tilurð FabLab smiðja hér á landi verði gríðarlega mikilvægar hvað þennan þátt varðar. Framhaldsskólar og jafnvel grunnskólar eru farnir að nýta sér þessa aðstöðu í auknum mæli, þar sem nemendur geta byggt prótótýpur að hugmyndum sínum í 3D prenturum og fræsurum, ýmis forritunarverkfæri sem eru þar aðgengileg og brátt verða slík verkfæri þeim jafn eðlislæg og að baka kleinur í heimilisfræði. Á þessum stutta tíma hefur það sýnt sig að nemendur margir hverjir eru gríðarlega skapandi og ná að svala þeirri þörf vel í slíkum smiðjum. FabLab áfangar hafa verið hannaðir og einnig er það svo að aðrir kennarar eru farnir að nýta sér slíkar smiðjur líka til þess að brjóta upp kennslu og jafnvel bæta slíkri vinnu inn sem hluta af sinni áfangalýsingu.

  3. Mjög skemmtilegur fyrirlestur, ég hefur einhver ykkar fengið sömu viðbrögð og hann þegar þið segið hvað þið gerið:-) ekki ég. Alla vega, þá er ég sammála Ken, það þarf að leggja meiri áherslu á sköpunargáfu í námi. Ég man að þegar elsta dóttir mín byrjaði í grunnskóla þá hafði ég áhyggjur af að frumkvæði hennar yrði kæft, á leikskólanum, þá var hún alltaf fyrst til að standa upp og syngja fyrir hin börnin í söngstundum. Við gerðum þetta stundum til að þjálfa þau í að standa fyrir framan aðra, þeir sem vildu gerðu það, svo voru alltaf fleiri sem bættust í hóp þeirra sem þorðu að standa fyrir framan hina og syngja eða segja frá einhverju. Hún var manna fyrst og söng heilu lögin úr teiknimyndum, kunni þau orð fyrir orð. Þetta minnkaði hjá henni, þetta frumkvæði, það var ekki alveg kæft, en það minnkaði.
    En að vangaveltum um topp tíu listann, þá datt mér í hug þegar ég las greinina, myndirnar Back to the future:-) allt sem átti að vera komin árið 2015 skv þeim myndum, eitthvað komið fram, eitthvað á teikniborðinu en ekki komið í framkvæmd. Ég held að þessi breyting á topp 10 eiginleikum hafi ekki áhrif á það námskeið sem mig langar að hafa í námskeiðsmöppunni, ég held að það sé nauðsynlegt. Því að allar þessar breytingar kalla á miklar kröfur og til að mæta kröfunum þá þurfum við að vera í tengslum við okkur sjálf. Ég er mikið að velta fyrir mér núvitund, hugleiðslu, jóga, held að þetta falli vel inn í. kveðja Anna

    1. Skemmtilegur og áhugaverður fyrirlestur hér líka

      A Crash Cource in Creativity þar sem Tina Seelig ræðir um viðfangsefnið – Hvaðan koma hugmyndir – á TEDtalk. Hún ræðir um hvernig við förum að því að leysa sköpunargáfuna úr læðingi út frá líkani sem hún hannaði og heldur því fram að skólakerfið sé ekki að kenna/stuðla að því að nemendur noti ímyndunaraflið.

      Áhugavert dæmið sem Tina tekur um rusl og hvað nemendur bjuggu til úr því og nýttu þar með sköpunargáfuna í að búa til verðmæti úr einhverju sem átti að henda.

      Þekkingin er okkar verkfæri fyrir sköpun og ímyndunaraflið er sá hvati sem breytir þekkingunni í nýjar hugmyndir og viðhorf okkar er sá neisti sem heldur þessari þróun gangandi.

  4. Það er gömul hefð í fullorðinsfræðslunni að líta svo á að það sé hlutverk okkar sem fullorðinsfræðara að skipuleggja námskeið eða námsferli þannig að fólk læri meira en bara innihaldið sem er lýst í markmiðum námskeiðsins, heldur að það þjálfist í því að læra áfram á sjálfstæðan hátt. Bæði að við plöntum nægilegu efni, ábendingum um efni, hugtökum og spurningum þannig að þátttakendur hafi hugmynd um það hvernig þeir geti haldið áfram að spá í það sem þeir lærðu á námskeiðinu en líka þannig að þau kunni aðferðir sem þau geta við sjálfstýrt nám sitt til framtíðar. Haldið þið að þið getið skipulagt námsferlin ykkar þannig að þátttakendur þjálfist í góðum vinnubrögðum við einhvern þátt sjálfstýrðs náms? Hvað hugnast ykkur?

    1. Ég er sammála þér að hefðin í fullorðinsfræðslunni er sú að okkur ber að skipuleggja námskeiðin í þaula þannig að þátttakendur nái settum markmiðum. Persónulega finnst mér frábært (og tilbreyting frá þessu hefðbundna) að hafa þetta mikla val á námsefni því þannig stýrir maður sinni eigin vegferð til framtíðar.
      Spurningunni hvort við getum skipulagt námsferli okkar þannig að þáttt. þjálfist í góðum vinnubrögðum við einhvern þátt sjálfstýrðs náms ætla ég að fá að svara játandi. Ég hef lagt upp með að þátttakendur á mínu námskeiði finni sem flestar leiðir (í samvinnu eða við öll saman) til þess að læra íslenskt mál. Á námskeiði fyrir jól gaf ég t.d. þeim nemendum sem höfðu áhuga á tækifæri til að vera með stutta kynningar á netefni sem miðar að því að kenna útlendingum íslensku. Mér hefði sjálfsagt ekki dottið þetta í hug nema vegna þess að ég var á námskeiði sem hvatti mig til að nota tæknina meira í kennslu! En jú, um að gera að hvetja þátttakendur til að taka ábyrgð á eigin námi og stýra því sjálf.

  5. Þetta er mjög áhugaverður listi í greininni og áhugavert að skoða hvað færist til og hvað færist minna úr stað. Eitt atriðið vakti sérstakan áhuga en það er 3./4. á listnum, „people management“. Það rifjaðist upp lesefni úr öðru námskeið þar sem þessu atriði er skipt upp í fleiri „competencies“, alls 13 talsins. Tekst því miður ekki að kopera mynd hér inn í færsluna þar þetta er listað upp, er í lagi að setja hana inn í facebook grúppuna? Mér finnst áhugavert að skoða þessa 13 þætti í „people management“ m.t.t. hvernig er hægt að nýta þá til að skipuleggja nám og hvetja til sjálfstæðra vinnubragða.

    1. tilraun til að deila myndinni með ykkur hér í samhengi við umræðuþráðinn 🙂 https://www.dropbox.com/s/lucetsg85kte4kh/Screenshot%202015-03-31%2012.41.38%20%282%29.jpg?dl=0
      Rétt að taka fram að Mintzberg telur afar ólíklegt að hver og einn einstaklingur nái að hafa alla þessa þætti fullkomlega á valdi sínu, það sé afar óraunhæft. (…Sérstaklega ef þjálfun í stjórnun er ekki í boði, eins og staðan er því miður oft á vinnustöðum..)

  6. Hvernig breytir maður fólki? Þetta er eitt af því sem ég hef verið að velta fyrir mér í sambandi við námsferilinn sem við eigum að hanna – því ég vil gjarnan að þátttakendur tileinki sér ný viðhorf. Er það nokkuð hægt? Kannski spurning um hvernig hægt sé að setja fram námsefnið á þann hátt að það hreyfi við þátttakendum? Og þeir fyllist löngun til að læra meira 🙂

    1. Þetta er einmitt stóra málið í tengslum við nám… Nám snýst um breytingu. Bæta við þekkingu, breyta hegðun, breyta viðhorfum… Behavouristar litu svo á að með því að breyta umhverfi (t.d. að hrósa eða refsa) gætu þeir stuðlað að breyttri hegðun (nám). En það hvernig við vinnum að breytingum byggir á viðhorfum okkar til náms, og á mannskilningi okkar. Getum við og meigum við breyta fólki…? Í fullorðinsfræðslunni er oftast miðað við að við séum að bjóða fólki upp á tækifæri til að breyta hegðun eða viðhorfum og að styðja fólk við það, en ekki þvinga það til þess eða gera það án þess að það viti af því að slíkt sé í gangi.

  7. Þetta eru mjög athyglisverðar pælingar. Mér finnst mjög áhugavert og það truflar mig í raun að „active listening“ eða virk hlustun hverfur af 2020 listanum á meðan „emotional intelligence“ sem er ekki á lista dagsins í dag verður einn mikilvægasti eiginleiki af top tíu lista framtíðarinnar. Ég skil ekki hvernig virk hlustun mun hverfa skv. þessari framtíðarsýn en á sama tíma er tilfinningagreind talin mikilvægur kostur? Mér finnst þessir eiginleikar þurfa að haldast í hendur.
    Ég er sammála Hróbjarti þegar hann segir að góður stjórnandi þarf bæði að stjórna og leiða á sama tíma. Við sem kennarar/leiðbeinendur/stjórnendur þurfum að marka leiðina og auðvitað kjörið að gera það í samvinnu með nemendum.
    Ég rakst á þetta athyglisverða og skemmtilega myndband á Youtube en hérna er fjallað um mikilvægi þess að við kennum börnum (í þessu tilfelli reyndar) eða fullorðnu fólki á þann hátt að það finni að það hafi raunveruleg áhrif á eigið nám og það sem það er að fást við hafi raunveruleg áhrif til framtíðar. Lykilhugtök hér finnst mér vera:
    * Hafðu trú á nemendum þínum.
    * Þorðu að fara út fyrir þægindarammann?
    * Gefðu nemendum tækifæri til að prófa sig sem leiðtogar.
    * Nemendur þurfa að finna að þeir geti haft áhrif á framtíðina.
    * Fólk þarf að fá tækifæri til að finna eldmóðinn sem brennur hið innra og ná settum markmiðum.

    1. Aukin krafa um tilfinningagreind er af hinu góða, en hvernig er hún „implementeruð“ ? Hvernig fer best að kenna hana? Þarf að hugsa Global eða eingöngu að líta okkur nær? Að mínu mati fer saman aukin tilfinningagreind einstaklingsins og aukið frelsi einstaklingsins innan samfélaga. Ísland ætti því að vera framarlega hvað tilfinningagreind varðar. Það er þó þannig að tilfinningagreind fyrirtækja hér á landi fer að mínu mati þverrandi og viðhorf þeirra til samfélagslegrar ábyrgðar hefur orðið neikvæðara, sbr. t.d. hjá fjármála- og orkufyrirtækjum. Þetta á auðvitað við í öðrum löndum líka. Ef ekki fer saman innleiðing aukinnar tilfinningagreindar í námi annars vegar og í fyrirtækjum hins vegar mun verða erfitt skapa slíkt samfélag sem byggir á aukinni tilfinningagreind í heild.

  8. Virkilega gaman að hlusta á hana. Mér fannst skemmtilegt þegar hún sagðist mæta í stofuna og spyrja nemendurna: „hvað gerum við í dag“? mikil breyting frá byrjun þar sem hún sagðist alltaf hafa verið með allt skipulagt. Það er mjög þægilegt að vera innan þægindarammans, en það er líka mjög gott og hollt að fara út fyrir hann. Við gefum frá okkur það sem við kunnum og byggjum það á því sem okkur hefur verið kennt, en sem betur fer þá hreinsum við líka út, þ.e. ef það er eitthvað sem við erum ekki sátt við, eða sjáum að það nýtist ekki vel þá sleppum við því og reynum að finna eitthvað nýtt. kveðja Anna

    1. Sammála, það er einmitt málið að þægindaramminn felst oftast í mjög miklu skipulagi að hálfu kennarans! Persónulega finnst mér oft bestu mómentin hafa lifnað við þegar við förum út fyrir þennan blessaða ramma. Hvenær hefur þægindarammi gefið okkur svigrúm til þess að vera skapandi?! Svo er þetta spurning um að gefa nemendum/þátttakendum tækifæri til að ákveða sínar leiðir til að stýra eigin námi (þó línurnar séu auðvitað unnar útfrá ákv.markmiðum) en að þau marki leiðina í samvinnu við kennarann eða hvað finnst þér/ykkur?

      Fyrir mér er þetta mikilvægt þar sem ég þjálfa innflytjendur/útlendinga í íslensku tali. Ég vinn útfrá framhaldsnámskrá í íslensku fyrir útlendinga og hún gefur mér visst frjálræði í útfærslu og þess vegna svo gott að vinna námskeiðið útfrá þörfum og áhuga þátttakenda. En þetta er töluvert flóknara þegar nemendur koma á íslenskunámskeið þar sem megináherslan er á íslenska málfræði…já, þá er þetta annað mál.

  9. Ingibjörg kom inn á hugmyndafræði fullorðinsfræðslunnar sem gengur út á það að styðja fólk til að verða sjálfstæðir og sjálfstýrðir námsmenn. Fullorðinsfræðslan getur svo sem ekki eignað sér þessa hugmyndafræði. Hún er í hugum margra tilgangur menntunar.

  10. Já, það er satt fullorðinsfræðslan skarast auðvitað inn á mörg svið.
    Áhugavert að hlusta á þennan fyrirlestur Chomsky. Þegar hann kom og hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands 2011 þá vonaðist ég til að hann færi inn á þetta efni en hann ræddi aðalega árásirnar á tvíburaturnana og stjórnmálafræði.
    Frá mínútu 6:12 í viðtalinu hér að ofan talar Chomsky um áhrif tækninnar á menntun og nefnir að internetið hafi engan tilgang í sjálfu sér fyrir okkur ef við vitum ekki hvert við stefnum og í hvaða tilgangi við ætlum okkur að nota uppýsingarnar sem eru þar. Staðreyndir gripnar úr lausu lofti gera okkur ekkert gagn.
    Mér finnst áhrifaríkt og fallegt hvernig hann nefnir að menntun/ hugmyndafræði menntunar Johns Dewey hafi mikið gildi fyrir samfélagið í heild sinni því það hjálpar til við að skapa betri manneskjur (better human beings) og það sé einmitt tilgangur menntakerfisins. Þegar ég hlustaði á þennan góða punkt Chomskys þá leiddi ég hugann að umræðu síðasta árs um meðlimi ISIS samtakanna. Í umræðunni kom upp á yfirborðið að ungir ómenntaðir unglingar/menn sem höfðu flosnað upp úr skólakerfinu leituðu í þessi samtök. Þá heyrði maður margar ólíkar raddir sem létu ýmis orð falla um misjöfn skólakerfi og tækifæri en þessi hugtök héldust oftast í hendur.

    Frá mín15:48 fjallar Chomsky um próf og námsmat og segir frá áhugaverðri reynslusögu kennara sem þurfti að segja 11 ára stúlku sem hafði áhuga á að læra skoða eitthvað ákveðið efni sem hafði komið upp í kennslu og vildi að kennarinn gefði henni hugmyndir að því hvernig hún gæti skoðað þetta frekar. Kennarinn þurfti að benda stúlkunni á að hún yrði því miður að gjöra svo vel að læra fyrir lokapróf. Þannig að það gefst ekki alltaf tími fyrir nemendur til að kanna og uppgötva útfrá þeirra eigin áhuga. Það er auðvitað synd að kerfið setji börnum þessar skorður því það er svo gaman fyrir börn að uppgötva og brenna af áhuga og fá að prófa sig áfram. „Menntun ætti að ganga út á það að nemendur græði á henni…ekki einungis að fá fyrirfram ákveðið efni frá kennara sem þeir eiga að skoða og vinna með… menntun á að ganga út á það að fólk læri að læra upp á eigin spýtur“ segir Chomsky að lokum.

  11. Margt áhugavert komið fram í þessari umræðu. Varðandi 10-listann að þá er gaman að sjá að sköpunin skiptir svo miklu máli og færist ofar. Við þurfum að hjálpa fólki að vera skapandi og finna ástríðuna í sínum verkum, það er nokkuð ljóst. Grunnskólinn má alveg taka sig á og ýta undir sköpunina meira en nú er gert.
    Svo fannst mér gaman að sjá myndbandið frá þér Ingibjörg- með kennaranum sem gaf nemendum tækifæri til að hafa áhrif.
    Það er nefnilega svo mikilvægt að við hjálpum nemendum okkar að finna ástríðuna og að þeir geti haft eitthvað með nám sitt að segja. Mér fannst svo yndislegt að heyra þegar hún/kennarinn talar um nemandann sem lét alltaf lítið fyrir sér fara- blómstraði í verkefninu 😉 Þar þekki ég sjálf slíkt sem kennari- að þegar við bjóðum nemendum uppá óhefðbundna nálgun og skapandi starf í skólanum þá blómstra margir sem ekki eru mikið á bókina.
    Bestu kveðjur,´
    Sigfríður

Skildu eftir svar