Við höldum áfram að takast á við spurningar um það sem við vitum um nám um það hvernig við lærum… Og hvaða áhrif það hefur á kennslu og hvernig við skipuleggjum nám fyrir aðra.
1) Skoðum ólíkar námskenningar og hvaða áhrif þær hafa á kennslu og skipulagningu hennar.
2) Á staðlotunni skoðuðum við nokkrar hugmyndir um sérstöðu fulloðinna sem námsmanna. Þar tókum við sérstaklega fyrir Malcolm Knowles og fullyrðingar hans um fullorðna námsmenn. Á grundvelli þeirra byggði hann nálgun sína til fullorðinsfræðslu, sem hann kallaði „Andragogy„. Hluti af þessari nálgun er að ef fullorðnir námsmenn eru eins og hann heldur fram að þeir séu, þá ætti hlutverk leiðbeinenda að vera á ákveðinn hátt. Við skulum ræða það á fundinum:
- Veltið fyrir ykkur hvernig þið sjálf sjáið hlutverk ykkar sem leiðbeinendur fullorðinna. Skrifið helst nokkrar línur á blað og komið með ykkur á fundinn.
- Hver tekur að sér að skrifa fundargerð?
- Er einhver sem vill stýra fundinum?
- Anna Birna og Þórey sjá um tæknimálin.