Nú hefst vinna með markmiðin

Laying pipe on county poor farm, 1933

Næstu viku… rúmlega skulum við hjálpast að við að útbúa atferlismarkmið fyrir námskeiðin ykkar (eða önnur námskeið ef ykkur vantar enn efni fyrir námskeið sem þið ætlið að búa til á námskeiðinu)

Notið umræðuþráðinn Samtal um markmið til að spjalla, spá og pæla en

umræðuþráðinn Tilraunir með markmið til að setja fram markmið og fá hjálp og hjálpa öðrum með að skrifa skýr atferlismarkmið.

One thought on “Nú hefst vinna með markmiðin”

  1. jæja ég fer í hringi. Var að klára að fara yfir creating learning objectives sem ég fann hér á síðunni, þarna er farið markmiðagerð, mjög auðvelt að lesa:-) farið fyrir hvað eru námsmarkmið, hvernig þú átt að gera þau. Svo er fjallað um marmiðagerð með SMART aðferðinni og einnig eftir fræðum Bloom. Af því að við sækjum í það sem við höfum áhuga á, þá datt mér í hug að hafa í námskeiðsmöppunni námskeið um núvitund eða hugleiðslu. Svo fór ég að lesa og þá fór hausinn af stað. Mér finnst mínar hugmyndir af markmiðum um þetta tvennt svo opnar, þetta er kannski námskeið sem erfitt er að mæla á eftir, þ.e. erfitt að mæla þekkingu og ekki endilega tilgangurinn með námskeiðinu að mæla árangur eða þekkingu heldur að gefa fólki tæki til að vinna með. Set inn á eftir hugmyndir af markmiðum, ætla að reyna að mæta á fundinn á eftir:-) kveðja Anna

Skildu eftir svar