Námsmat-Fjölbreyttar leiðir í námsmati

Jæja, hér er slóð í bókarýni á bókina „Fjölbreyttar leiðir í námsmati“ eftir Ernu Ingibjörgu Pálsdóttur. Hún telur að aðaltilgangur námsmats sé að styðja nemendur í námi. Það skipti miklu máli að nemendur fái réttar upplýsingar um eigin frammistöðu og kennarar nýti sér þær upplýsingar í þeim tilgangi að hjálpa þeim að bæta sig þar sem þeir þurfi á því að halda. Þannig eru niðurstöður námsmatsins hverju sinni notaðar að taka ákvörðun um og skipuleggja framhald náms hjá nemendum. Höfundur leggur mikla áherslu á að nemendur læri að íhuga og skipuleggja sitt nám með kennurum sem verða að tryggja að nemendur viti hvað á að læra, til hvers og hvernig kennslunni sé háttað. Það kallar höfundur „námsvitund“ þ.e. að nemendur styrkist í að greina í sundur, skilja og íhuga eigið hugsana- og námsferli.

Efnið tengist námskeiðinu Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum vel að því leiti að fullorðinsfræðarar þurfa að meta árangur sinna nemenda á einhvern hátt.  Það er mikilvægt að matið endurspegli raunverulega getu og að hinum fullorðni námsmanni sé kunnugt um hvaða náms og matsaðferðir eru árangursríkar fyrir hann. Framlag bókarinnar er því tengt efni og innihaldi áfangans þegar kemur að því að ákveða hvaða námsmati á að beita.

 

 

Fjölbreyttar leiðir í námsmati

Skildu eftir svar