Námsmat… Leiðsagnarmat

leiðsagnarmat

Í færslunni með dagsetningum er listi með fjórum skiladagsetningum. Hugmyndin er að þið notið þessar fjórar dagsetningar til að miða verkefnaskil við. Ég mun birta slóð í skilahólf mjög fljótlega. Sum verkefnin eru e.t.v. svolítið flólkin: Skila bloggi hér og þar og halda kynningu á veffundi eða pósta myndskeiði á vefinn og búa til umræður… En þið náið þessu alveg í rólegheitunum.

Aðalmálið sem ég vil koma á framfæri núna er að á þessu námskeiði langar mig að gera tilraun með að færa viðbrögð mín við verkefnum fram fyrir lokaskil! Mig langar til að gera tilraunir með svo kallað „Leiðsagnarmat“ þar sem þið fáið viðbrögð áður en þið skilið verkefnunum endanlega. Þannig getið þið nýtt viðbrögðin við verkefnavinnuna, í stað þess að fá viðbrögð í lok misseris sem þið notið kanski og kanski ekki einhverntíma síðar… eða ekki 😉

Við gerum þetta þannig að þið skilið samkvæmt leiðbeiningum hvers verkefnis, en verkefni sem snúast um einhverja texta getið þið líka sett í sérstakt skilahólf fyrir eina af þremur skiladagsetningum og fengið viðbrögð innan nokkurra daga. Þá lagið þið verkefnið – og notið Track Changes í Word, svo ég sjái fljótt bretyingarnar  – sendið mér það til baka og ég gef ykkur einkunn. Þetta passar fyrir öll verkefnin þar sem þið eigið að skila bloggfærslum, skýrslum og svo líkafyrir kennslufræðilega rökstuðningurinn með námskeiðsmöppunni.

Skildu eftir svar